Fréttaskýrandinn Max Keiser segir að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi beitt hryðjuverkum á Ísland og Íslendingum beri ekki að greiða Bretum og Hollendingum vegna Icesave. Frekar eigi Ísland að fara fram á skaðabætur frá Bretum.
Egill Helgason tók viðtal við Keiser í Silfri Egils í dag en Max Keiser hefur fjallað talsvert um Ísland undanfarin ár og lýsti í viðtalinu þegar hann ræddi við starfsmenn erlendra banka á 101 hóteli fyrir nokkrum árum. Þar lýstu þeir því hvernig þeir tækju stöðu gegn krónunni.
Keiser segir eðlilegt að lögsækja bankamennina íslensku sem beri ábyrgð á hruni bankanna. Hann segist von að þeir fái harðari refsingu heldur en þeir fái í Bandaríkjunum.
Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki verða skuldaþrælar næstu áratugina þá greiði þeir að sjálfsögðu atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.