Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn

Alistair Darling og Gordon Brown
Alistair Darling og Gordon Brown POOL

Frétta­skýr­and­inn Max Keiser seg­ir að Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands og Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra, hafi beitt hryðju­verk­um á Ísland og Íslend­ing­um beri ekki að greiða Bret­um og Hol­lend­ing­um vegna Ices­a­ve. Frek­ar eigi Ísland að fara fram á skaðabæt­ur frá Bret­um.

Eg­ill Helga­son tók viðtal við Keiser í Silfri Eg­ils í dag en  Max Keiser hef­ur fjallað tals­vert um Ísland und­an­far­in ár og lýsti í viðtal­inu þegar hann ræddi við starfs­menn er­lendra banka á 101 hót­eli fyr­ir nokkr­um árum. Þar lýstu þeir því hvernig þeir tækju stöðu gegn krón­unni. 

Keiser seg­ir eðli­legt að lög­sækja banka­menn­ina ís­lensku sem beri ábyrgð á hruni bank­anna. Hann seg­ist von að þeir fái harðari refs­ingu held­ur en þeir fái í Banda­ríkj­un­um. 

Hann seg­ir að ef Íslend­ing­ar vilji ekki verða skuldaþræl­ar næstu ára­tug­ina þá greiði þeir að sjálf­sögðu at­kvæði gegn Ices­a­ve-lög­un­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert