Fjallað um akstur fjórhjóla í fjörunni

Ferðamenn í fjörunni í Vík í Mýrdal
Ferðamenn í fjörunni í Vík í Mýrdal mbl.is/Rax

Lög­regl­an á Hvols­velli fundaði með hesta­mönn­um í Vík vegna akst­urs fjór­hjóla­manna við sjáv­ar­kamb­inn í Vík Í Mýr­dal í síðustu viku. Ákveðið að reyna að finna lausn á mál­inu. Þarna eru merk­ing­ar sem banna akst­ur allra vél­knú­inna öku­tækja við garðinn að fjör­unni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Alls voru 69 mál skráð hjá lög­regl­unni á Hvols­velli í síðustu viku. Þar af voru 8 öku­menn stöðvaðir fyr­ir að aka of hratt. Sá sem ók hraðast var á 131 km. hraða.

Í vik­unni var fundað með vett­vangs­stjórn­um Al­manna­varna og síðan björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um í Vík í Mýr­dal, Skaft­ár­tungu og síðan á Kirkju­bæj­arklaustri. Farið var yfir viðbragðsáætlan­ir og rým­ing­ar. Fyr­ir­hugaðir eru fund­ir með íbú­um á næst­unni á þess­um svæðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert