Flogið með landsliðið til Reykjavíkur

Íslenska landsliðið fagnar bronsverðlaunum í Vín í gærkvöldi.
Íslenska landsliðið fagnar bronsverðlaunum í Vín í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Von er á íslenska landsliðinu í handknattleik með flugvél Icelandair, sem kemur frá Kaupmannahöfn til Keflavíkurflugvallar klukkan 16 í dag.  Áformað er, að vélinni verði síðan flogið til Reykjavíkurflugvallar með landsliðið innanborðs og lendi þar um klukkan 17.

Verður móttökuathöfnin svipuð og þegar landsliðið kom heim frá Peking sumarið 2008 með silfurverðlaunin. Þá kom liðið einnig með áætlunarflugvél til Keflavíkurflugvallar og vélinni var síðan flogið áfram til Reykjavíkurflugvallar.

Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands bjóða til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar í dag í tilefni af heimkonu  landsliðsins í Laugardagshöll í Reykjavík og hefst hún kl. 17:30.

Þeir sem ætla að taka þátt í fagnaðinum eru hvattir til að mæta tímanlega, nota almenningssamgöngur til að komast í höllina eða leggja bílum sínum í hæfilegri fjarlægð frá samkomustaðnum til að greiða fyrir umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert