Vegir eru auðir á Suðurlandi fyrir utan hálkubletti á Nesjavallaleið. Á Vesturlandi eru hálkublettir norðan Hvalfjarðarganga, á Akrafjallsvegi, upp Borgarfjörð, á Bröttubrekku og vestur Mýrar. Hálkublettir eru einnig í uppsveitum.
Hálka er á Holtavörðuheiði. Á Snæfellsnesi eru hálkublettir fyrir utan Fróðárheiði þar sem er hálka. Á Vestfjörðum er hálka og snjókoma um Þröskulda. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og á Gemlufallsheiði. Hálka er á Hálfdán og hálkublettir eru á Mikladal og Kleifaheiði.
Norðvestanlands eru hálkublettir en á Norðausturlandi er víðast hvar hálka. Hálka er á Öxnadalsheiði, við Eyjafjörð og á Víkurskarði. Þaðan er einnig nokkur hálka austur á Húsavík og Mývatnsöræfi.
Flestar leiðir eru auðar á Austurlandi, þó er hálka á Möðrudalsöræfum og hálkublettir eru á Fjarðarheiði. Einnig eru hálkublettir milli Djúpavogs og Hafnar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.