Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu fyrirtækisins BM Vallár um að viðurkennt verði að fyrirtækið þurfi ekki að skila ársreikningum til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. BM Vallá hefur aldrei skilað ársreikningum til ársreikningaskrár og ber fyrir sig samkeppnisástæðum.
Héraðsdómur segir, að BM Vallá hafi ekki lagt fram nein gögn sem styðji þá fullyrðingu hans að ársreikningar hans hafi að geyma upplýsingar sem eðlilegt sé að aðrir hafi ekki aðgang að vegna samkeppnissjónarmiða eða ríkra fjárhags- og viðskiptahagsmuna. Af þeirri ástæðu hafi dómurinn engar forsendur til að leggja dóm á kröfur fyrirtækisins.
Segir dómurinn, að ríkisskattstjóri geti ekki með góðu móti haldið uppi vörnum í málinu vegna skorts á gögnum. Einnig brjóti kröfugerð BM Vallár í bága við lagafyrirmæli. Er málinu því vísað frá dómi.