Landsliðið lent í Reykjavík

Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir taka á móti íslenska …
Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir taka á móti íslenska landsliðinu á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvél Icelandair lenti fyrir skömmu á Reykjavíkurflugvelli með íslenska handboltalandsliðið. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, tóku á móti liðinu á vellinum.

Innan skamms hefst formleg móttökuathöfn í Laugardalshöll en þar bjóða ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar í dag í tilefni af heimkonu  landsliðsins í Laugardagshöll í Reykjavík. Hefst athöfnin kl. 17:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert