Atvinnuleysi meðal erlendra farandverkamanna í Noregi jókst mikið á síðasta ári. Fram kemur í yfirliti norsku vinnumálastofnunarinnar að 167 íslenskir ríkisborgarar hafi verið skráðir atvinnulausir í Noregi í byrjun janúar, 135% fleiri en voru í janúar í fyrra.
Alls mældist atvinnuleysi í Noregi 3,3% í byrjun ársins.
Atvinnuleysi meðal Letta og Litháa í Noregi jókst um 115% á síðasta ári og 79% hjá Pólverjum. Aðallega er um að ræða starfsmenn í byggingariðnaði.
Skýrsla norsku vinnumálastofnunarinnar