Mikilhæfur hugsjónamaður

Jón Sigurðsson, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson á ríkisstjórnarfundi.
Jón Sigurðsson, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson á ríkisstjórnarfundi.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir að með and­láti Stein­gríms Her­manns­son­ar ljúki merk­um kafla í stjórn­mála­sögu Íslend­inga.  Stein­gríms verði lengi minnst sem mik­il­hæfs for­sæt­is­ráðherra og hug­sjóna­manns sem helgaði Íslandi krafta sína.

„Í ára­tugi var hann í fremstu for­ystu­sveit, mótaði stefn­una á um­brota­tím­um og stýrði efna­hags­lífi þjóðar­inn­ar fyr­ir um 20 árum inn í nýtt tíma­bil stöðug­leika og hag­sæld­ar.

Áhrif­in frá for­eldr­un­um mótuðu Stein­grím ríku­lega, hug­sjón­ir kyn­slóðar­inn­ar sem hert­ist í bar­áttu við fá­tækt kreppu­ára og fagnaði síðan lýðveld­is­stofn­un á Þing­völl­um.

Úr for­eldrag­arði fékk Stein­grím­ur einnig ást sína á ís­lenskri nátt­úru, lífs­sýn sem varð hon­um eld­heit hug­sjón og grund­völl­ur fram­göngu í um­hverf­is­mál­um.

Við Stein­grím­ur kynnt­umst ung­ir þegar báðir voru að hefja þátt­töku í þjóðmál­um og síðar urðum við sam­herj­ar í rík­is­stjórn og góðir vin­ir.

Það voru for­rétt­indi að fylgj­ast með því hvernig Stein­grím­ur stýrði rík­is­stjórn, óf sam­an ólík sjón­ar­mið og tryggði að all­ir hlytu sóma af ár­angr­in­um.

Stein­gríms Her­manns­son­ar verður lengi minnst sem mik­il­hæfs for­sæt­is­ráðherra og hug­sjóna­manns sem helgaði Íslandi krafta sína," seg­ir í kveðju á heimasíðu for­seta Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert