Munu krefjast lægri greiðslna

Úr þingsal norska Stórþingsins.
Úr þingsal norska Stórþingsins.

Teikn eru á lofti um að Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) í Noregi undirbúi eindregnari afstöðu í Icesave-málinu þar sem þess verður krafist að lán Norðurlandanna til Íslands verði ekki skilyrt við lausn deilunnar og að Icesave-skuldirnar verði lækkaðar.

Þetta má lesa úr svörum Geir-Ketil Hansen, þingmanns SV, sem kveðst líta svo á að mikill meirihluti flokksbræðra sinna sé þessarar skoðunar í málinu. Þá hafi fulltrúar Vinstri grænna tekið undir þetta á þingi Norðurlandaráðs í síðustu viku.

Inntur eftir framhaldinu væntir Hansen þess að SV muni halda þessum sjónarmiðum á lofti en sjálfur mun hann bera málið upp í þingnefnd flokksins í vikunni.

Spurður um þetta stöðumat kveðst Dag Seierstad, áhrifamaður í SV, telja að yfirgnæfandi meirihluti flokksmanna og grasrótin í flokknum séu sammála um þetta.

Málefni Íslands mun bera á góma á árlegum fundi formanna sósíalísku vinstriflokkanna sem haldinn er í Kaupamannahöfn. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flaug utan í gær vegna fundarins, sem haldinn verður í dag.

Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert