Ríkisstjórnin geri meira fyrir heimilin

Ríkisstjórnin þarf að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna að mati 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Alþýðusambandið. Sýnir könnunin  samdrátt í neyslu heimilanna á flestum sviðum.

Fram kemur á heimasíðu ASÍ, að þetta sé nánast sama niðurstaða og í júní í fyrra þrátt fyrir að félagsmálaráðherra hafi sett greiðslujöfnun á öll húsnæðislán í skilum í desember sl. og fjármálastofnanir hafi boðið upp á ýmis úrræði fyrir einstaklinga í fjárhagsvanda í haust. 

Óánægjan er meiri meðal kvenna en karla og áberandi mikil meðal þeirra sem misst hafa vinnuna.  Þegar spurt var hvað stjórnvöld eigi að gera meira en þau hafa nú þegar gert til að mæta greiðsluvanda heimilanna nefndu langflestir niðurfellingu skulda eða lækkun höfuðstóls. 13% nefndu aðgerðir til að koma til móts við fólk með síhækkandi húsnæðislán og 12% afnám verðtryggingar.  

Þegar spurt var hvort fólk hafi dregið úr útgjöldum heimilisins kom í ljós að flestir hafa dregið verulega úr útgjöldum til ferðalaga, tækja- og fatakaupa.  Einnig hafa margir dregið úr útgjöldum til matarinnkaupa og eldsneytiskaupa.

Heimasíða ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka