Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig fylgi í Reykjavík ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að Sjálfstæðisflokkur myndi fá 41% atkvæða og 7 borgarfulltrúa. Framsókn fengi 5% en næði ekki manni. Núverandi meirihluti væri því fallinn.
Um þriðjungur kjósenda kvaðst mundi kjósa Samfylkingu og fengi hún fimm borgarfulltrúa. Vinstrigrænir fengju 19% atkvæða og þrjá borgarfulltrúa.