Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þrotabú Baugs aflað sér gagna um að félagið hafi ekki verið gjaldfært í mars 2008 þegar ekki var greitt af skuldabréfaflokki sem var á gjalddaga.
Þrotabúið mun meðal annars nota þessi gögn til að ná fram riftun á sölu Haga til 1998 ehf. í júlí 2008. Þegar Baugur seldi 1998 Haga á 30 milljarða var um helmingur kaupverðsins nýttur í að kaupa hluti í Baugi af stærstu hluthöfum.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.