Fagna úrskurði umhverfisráðherra

Áform hafa verið um að virkja Þjórsá í byggð.
Áform hafa verið um að virkja Þjórsá í byggð. Ragnar Axelsson

Sam­tök­in Sól á Suður­landi segja að úr­sk­urður um­hverf­is­ráðherra um skipu­lag við Þjórsá sé mikið fagnaðarefni fyr­ir hinn al­menna ís­lenska borg­ara. „Málið snýst um rétt­indi al­menn­ings, að menn séu jafn­ir fyr­ir lög­um, en geti ekki keypt sér niður­stöðu í skipu­lags­mál­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

„Sól á Suður­landi lýs­ir ánægju með að um­hverf­is­ráðherra skuli brjóta blað með því að boða ný vinnu­brögð inn­an stjórn­sýsl­unn­ar. Fólkið við Þjórsá sem ekki styður virkj­ana­fram­kvæmd­ir í byggð hef­ur í mörg ár liðið fyr­ir órétt­mæta stjórn­sýslu og von­litla stöðu gagn­vart vald­höf­um og fram­kvæmdaaðilum.

Viðbrögð við úr­sk­urðinum eru hefðbunðið spól í sama far­inu. Viðbúið er að sveit­ar­stjórn­ir undrist gagn­rýni á eig­in vinnu­brögð, að Samorka fari gegn ráðherra og aðilar vinnu­markaðar­ins verji stór­fram­kvæmd­ir um­fram aðra at­vinnu­sköp­un.

Sól á Suður­landi tel­ur að hægt sé að ná umræðunni upp úr hjól­för­un­um með því að tala við fleiri sem hags­muna eiga að gæta, ferðaþjón­ustu, veiðifé­lög, bænd­ur og fjöl­marga aðra sem sjá önn­ur tæki­færi við Þjórsá en að færa um­hverfi henn­ar í kaf.

Niðurstaða ráðherra er sig­ur fyr­ir lýðræðið og nátt­úr­una,“ seg­ir enn frem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert