Íhugar að áfrýja dómi

Sam­keppnis­eft­ir­litið íhug­ar að áfrýja til Hæsta­rétt­ar dómi sem Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp í dag þar sem staðfest var niðurstaða sam­keppn­is­yf­ir­valda um að Icelanda­ir hefði brotið gegn sam­keppn­is­lög­um en stjórn­valds­sekt, sem flug­fé­lag­inu hafði verið gert að greiða, var felld niður.

Sam­keppnis­eft­ir­litið og síðar áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála komust að þeirri niður­stöðu árið 2007, að Icelanda­ir hefði mis­notað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn sam­keppn­is­lög­um með kynn­ingu og sölu á flug­far­gjöld­um, svo­kölluðum Nets­mell­um að upp­hæð 16.900 kr., sem stóðu viðskipta­vin­um fé­lags­ins til boða á ár­inu 2004 á flug­leiðinni milli Kefla­vík­ur og Kaup­manna­hafn­ar ann­ars veg­ar og á flug­leiðinni milli Kefla­vík­ur og London hins veg­ar.

Sam­keppnis­eft­ir­litið ákvað að Icelanda­ir skyldi greiða 190 millj­ón­ir í stjórn­valds­sekt en áfrýj­un­ar­nefnd­in lækkaði sekt­ina í 130 millj­ón­ir. Héraðsdóm­ur felldi í dag sekt­ina niður en staðfesti þá niður­stöðu að Icelanda­ir hefði mis­notað markaðsráðandi stöðu sína með nets­mell­un­um.  Taldi dóm­ur­inn ekki að brot­in væru eins al­var­leg og lagt var til grund­vall­ar í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert