1,6 milljarða vinningur næst

Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóútdrættinum í kvöld. Fyrsti vinningur var rúmar 300 milljónir. Íslensk getspá bendir á að næst verði fyrsti vinningur þrefaldur og gæti orðið 1,6 milljarðar kr. fyrir 6 rétta og ofurtölu. Það er stærsti vinningur í sögu Íslenskrar getspár.

Einn var með 2. vinning, þ.e. bónusvinning, og fékk 13.892.690 kr.  Bónusvinningsmiðinn var seldur í Snælandi, Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði.

Vinningsmiði með 1. vinningi í Jókernum var seldur í N1 í Stórahjalla í Kópavogi. 2. vinningsmiðar voru þrír og voru þeir seldir í N1 á Sauðárkróki, Samkaupum-strax á Akureyri og einn var áskrifarmiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert