Beiti sér innan sjóðsins

reuters

Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur Vinstri grænna á norska þinginu, mun fara yfir Icesave-málið á þingflokksfundi í dag og í kjölfarið leggja fram yfirlýsingu um að stjórnin skuli vinna að því að styrkja stöðu Íslands innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Markmiðið er að hraða endurskoðun sjóðsins á áætluninni til Íslands og rjúfa tengsl hennar við Icesave-málið sem leitt hafi af þrýstingi fulltrúa Breta og Hollendinga.

Að mati Thomas Vermes, blaðamanns hjá ABC Nyheter, markar fyrirhuguð yfirlýsing kaflaskil í afstöðu flokksins til Icesave-deilunnar, enda gangi hún lengra en fyrri yfirlýsingar talsmanna hans.

Þungt hljóð var í formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að loknum fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gær. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson velta fyrir sér hvort fundir ríkisstjórnarinnar með stjórnarandstöðu séu einungis sjónarspil. 

Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert