Beiti sér innan sjóðsins

reuters

Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn, syst­ur­flokk­ur Vinstri grænna á norska þing­inu, mun fara yfir Ices­a­ve-málið á þing­flokks­fundi í dag og í kjöl­farið leggja fram yf­ir­lýs­ingu um að stjórn­in skuli vinna að því að styrkja stöðu Íslands inn­an Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Mark­miðið er að hraða end­ur­skoðun sjóðsins á áætl­un­inni til Íslands og rjúfa tengsl henn­ar við Ices­a­ve-málið sem leitt hafi af þrýst­ingi full­trúa Breta og Hol­lend­inga.

Að mati Thom­as Ver­mes, blaðamanns hjá ABC Nyheter, mark­ar fyr­ir­huguð yf­ir­lýs­ing kafla­skil í af­stöðu flokks­ins til Ices­a­ve-deil­unn­ar, enda gangi hún lengra en fyrri yf­ir­lýs­ing­ar tals­manna hans.

Þungt hljóð var í for­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks að lokn­um fundi með full­trú­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær. Þeir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son velta fyr­ir sér hvort fund­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar með stjórn­ar­and­stöðu séu ein­ung­is sjón­arspil. 

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka