Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands, segir að óljóst sé hvort reglur Evrópusambandsins um skaðabótaábyrgð eigi við í Icesave-deilunni. Jafnframt sé ekki öruggt að neyðarlögin hafi falið í sér mismunun gagnvart erlendum innistæðueigendum. Þetta kemur fram í greinargerð sem hún hefur birt á vef sínum um Icesave-málið.
Þar fjallar hún einnig um það sem hún telur meginatriði deilunnar - þjóðnýtingu skulda einkafyrirtækis í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins.
Maria Elvira Méndez Pinedo segir Icesave gríðarlega flókið mál lagalega og hvernig þjóðnýting einkabanka hefur áhrif á reglugerðir sem gilda í Evrópurétti.