Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt spurningar Evrópusambandsins (ESB) um landbúnað vegna aðildarumsóknar Íslands og svör ráðuneytisins við þeim. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ákvað að láta þýða efnið.
Unnið er að þýðingu á spurningum ESB og svörum ráðuneytisins um sjávarútveg. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu innan nokkurra vikna, samkvæmt frétt ráðuneytisins.
Í svörunum kemur m.a. fram að árið 2008 voru 4.290 bújarðir hér á landi. Langflestar, eða 3.223, voru í einkaeigu, 239 voru í ríkiseigu, 114 í eigu sveitarfélaga og aðrir eigendur voru að 714 jörðum.