Landsvirkjun frestar viðræðum

Fyrirhugað stæði Holtavirkjunar í neðri hluta Þjórsár.
Fyrirhugað stæði Holtavirkjunar í neðri hluta Þjórsár. Rax / Ragnar Axelsson

Landsvirkjun mun að fresta viðræðum við þó nokkuð mörg erlend fyrirtæki um nýtingu orku úr neðri hluta Þjórsár vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Landsvirkjun hóf frumhönnum þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár fyrir ellefu árum. Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á framkvæmdirnar fyrir sex árum.

Fyrirtækið hefur lagt um 3,7 milljarða í undirbúning virkjananna, að því er Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur átt í viðræðum við þó nokkuð mörg erlend fyrirtæki um mögulega nýtingu orkunnar úr hinum fyrirhugðu virkjunum. Hörður sagði að engir slíkir samningar hafi verið á lokastigi, en nú frestist þeir allir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert