Leiti að olíu undan Norðausturlandi

Drekasvæðið.
Drekasvæðið.

Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokks leggur til að Alþingi álykti að fela iðnaðarráðherra að tryggja að nú þegar verði hafnar markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir að fyrri rannsóknir hafi „gefið til kynna að olíu eða gas sé að finna í setlögum á svæðinu, til að mynda á Tjörnesbeltinu, og því er eingöngu horft til þess svæðis í tillögunni. Eðlilegt verður að telja að stuðst verði við fyrri rannsóknir við staðarval og byggt á þeim grunni sem nú þegar er til svo ekki sé stofnað til ónauðsynlegra rannsókna eða tíma og fé sóað.“

Flutningsmenn tillögunnar eru þau Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert