Lengi viðgengist að hagsmunaaðilar kosti skipulagsbreytingar

Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform …
Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform í Neðri-Þjórsá, hefur valdið orðaskaki.

Lengi hefur tíðkast að landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar beri kostnað af undirbúningi breytinga á aðalskipulagi sem gerðar eru í þeirra þágu, sér í lagi hjá minni sveitarfélögum.

Úrskurður umhverfisráðherra frá í fyrradag, þar sem hann synjaði skipulagsbreytingum staðfestingar sökum þess að þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði við skipulagsgerð hefði verið ólögmæt, fer því gegn viðtekinni venju og gæti haft áhrif víðar en í sveitarfélögunum sem um ræðir.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, veltir fyrir sér hvernig synjunin samræmist jafnræðisreglu stjórnsýslunnar. „Við munum ítreka óskir okkar um að skýrar lagaheimildir fáist,“ segir hann.

Sveitarfélögin sem í hlut eiga, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, skoða málið með lögmönnum sínum. Ef sveitarfélögin vilja áfram heimila umræddar virkjanir er ljóst að fara þarf í nýtt og tímafrekt skipulagsferli.

 Sjá nánar um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert