Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ mótmælir harðlega niðurskurðarkröfu heilbrigðisráðuneytisins gagnvart Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin hefur sent frá sér.
„Undanfarin ár hefur ítrekað verið bent á þann mismun sem er í úthlutun fjármagns til sambærilegra stofnana á landinu. Þolmörkum er nú náð og ekki hægt að hagræða meira innan stofnunarinnar án þess að skerða þjónustu við íbúa svæðisins."