Ríkisstjórninni að þakka

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG.

„Eft­ir stend­ur samt sem áður að þetta er samn­or­rænt lán og önn­ur Norður­lönd hafa ekki stigið þetta skref, því miður. Kannski verða þessi tíðindi til þess að þau vakni til lífs­ins og taki sam­bæri­lega af­stöðu,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður VG, um stefnu­breyt­ingu Norðmanna í Ices­a­ve-mál­inu.

- Hyggst VG beita sér fyr­ir því að hin Norður­lönd­in stígi sam­bæri­leg skref?

„Þetta er það sem við höf­um verið að gera mánuðum sam­an, alla tíð. Svona hlut­ir ger­ast ekki af sjálfu sér. Íslensk stjórn­völd hafa verið í sam­skipt­um við öll Norður­lönd­in útaf þess­um mál­um og í kjöl­far þeirra er þessi samþykkt þing­flokks Sósíal­íska vinstri­flokks­ins gerð í dag, miðviku­dag, eft­ir sam­skipti for­ystu Vinstri grænna og þing­manna og ráðherra flokks­ins í gær.

Auðvitað mun­um við halda áfram að beita okk­ur í því og ég ætla bara að vona að þessi yf­ir­lýs­ing frá Norðmönn­um og okk­ar syst­ur­flokki þar úti verði til þess að hreyfa við hinum Norður­lönd­un­um líka. Þau sitja eft­ir.“

Ger­ist ekki upp úr þurru 

–Tel­urðu því að norska stjórn­in hafi því breytt um stefnu fyr­ir at­beina VG í gegn­um sam­skipt­in við SV?

„Já, já. Það er að stór­um hluta fyr­ir at­beina rík­is­stjórn­ar Íslands sem að þetta er að ger­ast. Þetta er ekki að ger­ast upp úr þurru. Svona lagað ger­ist ekki bara úr loft­inu einu sam­an.

Að sjálf­sögðu er þetta vegna þess að ís­lensk stjórn­völd hafa verið að hamra á grannþjóðum okk­ar að breyta um stefnu í þess­um mál­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert