Ríkisstjórninni að þakka

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG.

„Eftir stendur samt sem áður að þetta er samnorrænt lán og önnur Norðurlönd hafa ekki stigið þetta skref, því miður. Kannski verða þessi tíðindi til þess að þau vakni til lífsins og taki sambærilega afstöðu,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, um stefnubreytingu Norðmanna í Icesave-málinu.

- Hyggst VG beita sér fyrir því að hin Norðurlöndin stígi sambærileg skref?

„Þetta er það sem við höfum verið að gera mánuðum saman, alla tíð. Svona hlutir gerast ekki af sjálfu sér. Íslensk stjórnvöld hafa verið í samskiptum við öll Norðurlöndin útaf þessum málum og í kjölfar þeirra er þessi samþykkt þingflokks Sósíalíska vinstriflokksins gerð í dag, miðvikudag, eftir samskipti forystu Vinstri grænna og þingmanna og ráðherra flokksins í gær.

Auðvitað munum við halda áfram að beita okkur í því og ég ætla bara að vona að þessi yfirlýsing frá Norðmönnum og okkar systurflokki þar úti verði til þess að hreyfa við hinum Norðurlöndunum líka. Þau sitja eftir.“

Gerist ekki upp úr þurru 

–Telurðu því að norska stjórnin hafi því breytt um stefnu fyrir atbeina VG í gegnum samskiptin við SV?

„Já, já. Það er að stórum hluta fyrir atbeina ríkisstjórnar Íslands sem að þetta er að gerast. Þetta er ekki að gerast upp úr þurru. Svona lagað gerist ekki bara úr loftinu einu saman.

Að sjálfsögðu er þetta vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa verið að hamra á grannþjóðum okkar að breyta um stefnu í þessum málum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka