Samið um byggingu farþegaaðstöðu

Samningar um farþegaaðstöðu undirritaðir.
Samningar um farþegaaðstöðu undirritaðir. Siglingastofnun

SÁ verklausnir ehf. munu byggja farþegaaðstöðu fyrir Landeyjahöfn. Í dag var undirritaður samningur þess efnis og er samningsupphæðin 91,8 m.kr. Verktakinn stefnir að því að hefja vinnu 8. febrúar en verklok eiga að verða 20. júní næstkomandi, að því er fram kemur á vef Siglingastofnunar..

Farþegaaðstaðan verður tveggja hæða steinsteypt bygging með timburþaki. Neðri hæðin er 186 m² og efri hæðin 77 m² eða samtals 263 m². Óupphitað anddyri er 50 m². einnig eru tveir óupphitaðir kálfar hvor um 50m² fyrir farangur og geymslu tækja.

Í húsinu verða salir fyrir brottfararfarþega, afgreiðsla og aðstaða fyrir starfsfólk. Inngangur/útgangur í landgang yfir í ferju, stigi fyrir komufarþega og stigi fyrir brottfararfarþega, fólksflutningalyfta og salerni fyrir þarþega. Ennfremur verður í húsinu tæknirými bæði fyrir húsið og útsvæðið, bryggjur þ.m.t. ekjubrú.



Teikningar að farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn. Arkitekt er Sveinn Ívarsson en …
Teikningar að farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn. Arkitekt er Sveinn Ívarsson en Teiknistofa Páls Zóphóníassonar sér um verkfræðiteikningar. Siglingastofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert