Samið um Slysavarnaskóla

F.v.: Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, …
F.v.: Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla við undirritun samningsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Nýr þjónustusamningur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna, hefur verið undirritaður. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 61,2 milljón króna á ári. 

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skrifuðu undir samninginn. Fulltrúar Siglingastofnunar og fjármálaráðuneytis staðfestu hann einnig, samkvæmt frétt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hlutverk Slysavarnaskóla sjómanna er að auka „öryggi sjómanna með fræðslu og þjálfun í meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar og almennri fræðslu um slysavarnir á sjó. Skal skólinn halda námskeið fyrir starfandi og verðandi sjómenn á helstu útgerðarstöðum landsins og annast öryggis- og slysavarnafræðslu fyrir nemendur í skipstjórnar og vélstjórnarnámi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert