Stjórnvöld lugu ekki að erlendum eftirlitsstofnunum

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti á Alþingi að íslensk stjórnvöld hefðu ekki logið að erlendum eftirlitsstofnunum síðsumars árið 2008.

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bar undir Björgvin þau ummæli, sem fyrrum embættismaður í hollenska seðlabankanum lét falla fyrir hollenskri þingnefnd á mánudag. Sagði embættismaðurinn að íslenskir embættismenn hefðu veitt rangar upplýsingar um stöðu íslensku bankanna í aðdraganda hruns fjármálakerfisins haustið 2008.

Björgvin, sem var viðskiptaráðherra á þessum tíma, vísaði til yfirlýsingar frá Jónasi Fr. Jónssyni, þáverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem birtist í gær. Jónas sagði í yfirlýsingu sinni, að starfsmenn Fjármálaeftirlitins hefðu veitt þær upplýsingar um fjárhag Landsbankans, sem þeir töldu réttar hverju sinni byggðar á fyrirliggjandi gögnum frá bankanum og hálfsársuppgjöri 2008, árituðu af endurskoðendum bankans. Hefði starfsfólk Fjármálaeftirlitsins lagt sig fram um að sinna starfi sínu af fagmennsku og heiðarleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert