Vissi ekki hvað var veðsett

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is

„Ég keypti engan turn í Makaó og átti ekki aðkomu að því að fjárfesta í Bretlandi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósviðtali í kvöld. „Ég hef engar ákvarðanir tekið fyrir bótasjóð Sjóvar,“ bætti hann við.

Í viðtalinu var Bjarni spurður út í aðkomu hans að eignum, sem keyptar voru með bótasjóð Sjóvar, seldar til Vafnings og gefnar upp sem trygging fyrir láni frá Glitni. Kaup Sjóvár eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

Bjarni sagði að hans aðkoma hefði einungis verið sú, að fara í Glitni með umboð frá hluthöfum í Vafningi og veita Glitni tryggingar fyrir láni sem Glitnir veitti félaginu. „Aðra aðkomu hafði ég ekki að málinu, tók ekki þátt í samningum við Glitni um lánveitinguna, og hafði ekki á þessum tíma fulla yfirsýn yfir það hvaða eignir voru í Vafningi.“

Hann hafi því ekki vitað að eignir sem upphaflega voru keyptar með bótasjóði Sjóvar voru veittar sem trygging.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka