Alls voru 511,2 stöðugildi á aðalskrifstofum ráðuneytanna í lok síðasta árs og hafði fjölgað um tæplega 8 stöðugildi frá áramótunum á undan. Alls voru 425,5 stöðugildi á aðalskrifstofum ráðuneytanna árið 1995 en árið 2007 voru stöðugildin 570.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi.