Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Reutersfréttastofuna í dag að Ísland gæti lokið aðildarviðræðum við Evrópusambandið á 12-24 mánuðum. Þá sagði hún, að Icesave-deilan við Breta og Hollendinga ætti ekki að hindra ESB-aðild Íslands.
„Það eru engin tengsl á milli Icesave og umsóknarferilsins og það væri órökrétt að tengja þar á milli," hefur Reuters eftir Jóhönnu, sem ræddi í dag við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel.
Hún sagði hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum á skömmum tíma. „Hugsanlega gæti slíkum viðræðum lokið 12-24 mánuðum eftir að þær hefjast."