Fyrri eigendum Saxbygg stefnt

Skiptastjóri þrotabús fjárfestingarfélagsins Saxbygg hefur stefnt fyrri eigendum fyrirtækisins vegna sölu á erlendum fasteignaverkefnum til félaga þeim tengdum, lánveitinga Saxbygg til eigenda og ráðstöfunar eigna til fyrirtækja þeim tengdum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Segir blaðið, að lánin sem eigendur Saxbygg hafi veitt sjálfum sér, samanstanda af norskum krónum, evrum og pundum og hljóði upp á 5,3 milljarða króna á núvirði. Skiptastjóri vill að viðskiptunum verði rift.

Haft er eftir Einari Gaut Steingrímssyni, skiptastjóra, að eigendur Saxbygg, Nóatúnsfjölskyldan svokallaða og eigendur Byggingarfélagsins Gunnars og Gylfa, hafi stofnað fjögur einkahlutafélög um erlend fasteignaverkefni; í og svo virðist sem Saxbygg hafi veitt félögunum þremur kúlulán til kaupa á fasteignunum. Eignirnar sé ekki lengur í félögunum og telur skiptastjóri að þær hafi verið seldar til fyrirtækja ytra árið 2008. Engir fjármunir virðast hafa skilað sér í bækur félaganna við sölu þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert