Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, áttu í morgun fund í Brussel. Á fundinum var rætt um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, stöðuna í Icesave-málinu og efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Engin tilkynning hefur verið birt um árangur fundarins. Fundurinn var ákveðinn í desember á síðasta ári. Með Jóhönnu er ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir.