Jóhanna ræddi við Barroso

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso að loknum fundi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso að loknum fundi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, áttu í morgun fund í Brussel. Á fundinum var rætt um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, stöðuna í Icesave-málinu og efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Engin tilkynning hefur verið birt um árangur fundarins. Fundurinn var ákveðinn í desember á síðasta ári. Með Jóhönnu er ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert