Segir íslensk stjórnvöld hafa logið

Nout Wellink
Nout Wellink

Nout Wellink, seðlabankastjóri Hollands, sagði fyrir þingnefnd hollenska þingsins í dag, að íslensk stjórnvöld hafi sagt hollenskum stjórnvöldum ósatt um stöðu íslenska bankakerfisins haustið 2008.

Wellink kvaðst hafa rætt við yfirmann Seðlabanka Íslands snemma í september 2008. Honum hefði þá verið sagt að Seðlabankinn hefði varað ríkisstjórn Íslands um sex mánuðum áður við hættum sem kynnu að steðja að íslensku bönkunum, að sögn fréttastofunnar Reuters.

„Ég hafði lengi vonað að þeir áttuðu sig ekki á þessu, en eftir orð starfsbróður míns um að hann hefði varað þá við nokkrum mánuðum áður taldi ég að þeir hefðu logið að okkur,“ hefur fréttastofan eftir Wellink.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert