Orkudrykkir og orkuskot með mjög háu koffíninnihaldi hafa komið á markað síðan hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum var afnumið árið 2008. Matvælastofnun hefur gefið út fræðlsluefni til að upplýsa börn, unglinga og aðstandendur þeirra um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.
Matvælastofnun bendir á að samkvæmt könnunum sé neysla Íslendinga á gosdrykkjum með því mesta sem þekkist, einkum meðal unglinga. Þeir fái töluvert koffín úr koladrykkjum. Aukin neysla á koffíni veki spurningar um heilsuáhrif.
Fræðsluefni Matvælastofnunar um koffín