Umferð hleypt um Nauthólsveg

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, opnaði Nauthólsveg formlega í dag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, opnaði Nauthólsveg formlega í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, opnar formlega umferð um Nauthólsveg í dag. Nauthólsvegur er nýtt nafn á þeim vegi sem til þessa hefur gengið undir nafninu Hlíðarfótur.

Í framhaldi af opnun Nauthólsvegar verður hafist handa við að tengja Flugvallarveg við Nauthólsveg um ný gatnamót. Ráðgert er að hefja þá vinnu mánudaginn 8. febrúar. Umfangsmikil lagnavinna er samfara breytingu á lagningu vegarins og verður af þeim sökum að loka Flugvallarvegi tímabundið í eina til tvær vikur á stuttum kafla við bílaleiguna Hertz. 

Á þeim tíma verður aðkoma að Háskólanum í Reykjavík, Hótel Loftleiðir og að félagssvæði Vals eingöngu um hinn nýja Nauthólsveg frá Hringbraut.

Umsjón með verklegum framkvæmdum hefur mannvirkjastofa Framkvæmda- og eignasviðs og leiðir Ólafur Ólafsson, deildarsstjóri gatnaframkvæmda þá vinnu.  Verktaki er Magni ehf., verkeftirlit er í höndum VSÓ Ráðgjafar og Almenna verkfræðistofan sá um hannaði mannvirkið.

Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 480 milljónir króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert