Wikileaks vill starfsemi sína til Íslands

Merki Wikileaks.
Merki Wikileaks.

Vefsíðan Wikileaks, sem sérhæfir sig í því að leka viðkvæmum upplýsingum á netið, þannig að uppruni upplýsinganna sé ekki rekjanlegur til heimildarmanna, vill nú að Ísland verði gert að alþjóðlegri miðstöð starfsemi sinnar. Sagt er frá þessu á tæknifréttavefnum Gigaom.

Segja fulltrúar vefsíðunnar að þeir hafi lagt þetta til í Silfri Egils og eftir það hafi þeir rætt við marga Íslendinga sem allir höfðu áhuga á þessu. Í myndbandi frá ráðstefnu, sem birt er á Youtube.com, sjást fulltrúar vefsíðunnar halda fyrirlestur þar sem þetta kemur fram. Segja þeir að þeir ætli að halda rekstri vefsíðunnar áfram, en hún hefur legið niðri undanfarna mánuði vegna fjárskorts.

Í ræðu þeirra kemur fram að íslenskir lögfræðingar vinni nú að því að semja frumvarp til laga um slíka starfsemi og vernd upplýsinga. Tilgangurinn með því að gera það sé sá að þannig verði alltaf til einn staður þar hægt verði að leka út viðkvæmum upplýsingum.

Í fyrirlestrinum, sem tengt er á hér að neðan, segja þeir að bankakreppan á Íslandi hafi leitt af sér byltingarkennt andrúmsloft á Íslandi, óeirðir á götum úti og mikla pólitíska endurnýjun. Þar að auki sé þingið fljótt að afgreiða frumvörp og þurfi ekki að sætta sjónarmið jafnmargra ólíkra hópa og gengur og gerist í stærri ríkjum og stórir þrýsihópar séu ekki jafnráðandi á Íslandi og víða annars staðar. Því sé Ísland heppilegur staður fyrir starfsemi af þessum toga. Segja þeir að Íslendingar hafi átt nokkurs konar „Berlínarmúrs-augnablik” í upphafi árs 2009 og séu nú mjög meðvitaðir um spillingu.

Myndbandið á YouTube.com má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert