Atvinnulausum fjölgar á Vestfjörðum

Ísafjörður
Ísafjörður mbl.is/Brynjar Gauti

Atvinnulausum Vestfirðingum hefur fjölgað um 14 á tæpum hálfum mánuði samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar. Í dag eru 158 manns í landshlutanum á skrá Vinnumálastofnunar.

Karlar eru þar í meirihluta eða 87 á móti 71 konum. Í síðasta mánuði var atvinnuleysi 3,1% af áætluðum mannfjölda fjórðungsins í síðasta mánuði sem er mesta atvinnuleysi í desembermánuði á Vestfjörðum frá aldamótum og það mesta á síðasta ári. Meðalfjöldi atvinnulausra í fjórðungnum var 119 í mánuðinum en 133 voru skráðir án atvinnu í lok mánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert