Engar formlegar viðræður við Noreg

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir engar formlegar viðræður eiga sér stað við Norðmenn um að þeir láni Íslendingum fyrir Icesave-skuldbindingum einhliða. Hann segir að ríkisstjórnin myndi taka vel í það berist slíkt boð.

„Það er velvilji þar til staðar til að skoða hvort þeir geti lagt eitthvað að mörkum," sagði Steingrímur.

Hann sagði að greinilega væri eitthvað rætt í Noregi hvort og þá hvernig Norðmenn geti komið Íslendingum til aðstoðar. „Ef að einhver þátttaka þeirra getur leitt til lausnar málsins munum við að sjálfsögðu leita eftir því," sagði Steingrímur J. Sigfússon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert