Fagna samstöðu á Alþingi

Heiðar Kristjánsson

Heimdall­ur fagn­ar þeirri sam­stöðu sem náðst hef­ur á þingi og meðal for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar og stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að berj­ast fyr­ir hags­mun­um ís­lensku þjóðar­inn­ar í Ices­a­ve-mál­inu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Heimdalli.  

„At­b­urðir liðinna vikna sýna svo ekki verður um villst að það var rétt að halda mál­inu áfram og gera enn frek­ari til­raun­ir til þess að fá nýj­an samn­ing. Mik­il­vægt er að rík­is­stjórn­in skilji þá kröfu að málið sé unnið í sam­vinnu allra flokka og að reynt sé til þraut­ar að ná sem best­um samn­ingi fyr­ir hönd ís­lensku þjóðar­inn­ar.

  Sú já­kvæða breyt­ing hef­ur orðið á að málsstað Íslands hef­ur verið komið skýr­ar á fram­færi fyrstu vik­ur hins nýja árs held­ur en allt síðasta ár. Mik­il­vægt er að haldið verði áfram á þeirri braut enda eru það vel þekkt sann­indi að al­menn­ings­álitið og um­fjöll­un fjöl­miðla hef­ur mik­il áhrif á ákv­arðanir stjórn­mála­manna," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert