Margir Haítar búsettir hér

Gríðarleg neyð blasir við á Haítí
Gríðarleg neyð blasir við á Haítí Reuters

Árni Páll Árnason, félags- og  og tryggingamálaráðherra, segir að töluverður fjöldi Haíta sé búsettur á Íslandi en hann lagði tillögur fyrir ríkisstjórnarfund í morgun um hvernig standa ætti að móttöku flóttamanna frá Haítí. Var samþykkt að Árni Páll, í samstarfi við flóttamannanefnd, myndi vinna að málinu áfram og væntanlega verði nánum ættingjum Haíta sem búsettir eru hér boðið að koma hingað til lands.

Flóttamannanefnd hefur, að sögn Árna Páls, haft samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, og hefur flóttamannastofnunin ekki skilgreint Haítí sem ríki sem flytja eigi fólk á  brott frá. Heldur eigi að veita aðstoð á staðnum. Leggur flóttamannastofnunin á það áherslu, að sögn Árna Páls. 

Frekar sé mælt til þess að hálfu Íslands að sameina fjölskyldur. Að beita þeim reglum sem við höfum til að greiða fyrir sameiningu fjölskyldna.  Hefur nokkur hópur haft samband við flóttamannanefnd vegna þessa og gefið upplýsingar. 

Ráðherra á von á því að það geti legið fyrir strax í næstu viku hve margir geti átt rétt á að koma hingað til lands í samræmi við þær reglur sem gilda um komu flóttamanna hjá flóttamannaaðstoð SÞ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert