Árið 2009 leituðu 2,5% færri einstaklingar til Landspítala en árið áður og er þetta í fyrsta sinn frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 sem ekki er aukning í starfseminni. Þetta kemur fram í föstudagspistli forstjóra Landspítalans, Björns Zoëga.
Einnig kemur fram að meðallegutími var rúmlega 7% styttri árið 2009 en árið áður sem er umtalsverð breyting. Stytting meðallegutímans leiddi til þess að legudögum fækkaði um næstum 17.000 á einu ári.
Hér er hægt að lesa pistil Björns í heild