Tæp helmings fjölgun milli ára

Margir leituðu aðstoðar fyrir þessi jól og höfðu þessir starfsmenn …
Margir leituðu aðstoðar fyrir þessi jól og höfðu þessir starfsmenn í nægu að snúast mbl.is/Golli

Alls bárust 3.946 umsóknir um jólaaðstoðina sem Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins stóðu fyrir í sameiningu  fyrir þessi jól. Er það  45% fleiri umsóknir en fyrir jólin 2008 og tæplega 150% fleiri en fyrir jólin 2007.

Langflestar umsóknirnar komu frá fólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu, eða 76%. 11% umsókna komu þó frá Suðurnesjum.


Langstærstur hópur þeirra sem leituðu aðstoðar hefur framfærslu af örorkubótum, eða 42% umsækjenda. 25% eru þá á atvinnuleysisbótum, 15% í vinnu og 9% á framfærslu sveitarfélaga. Lág laun voru nefnd ástæða umsóknarinnar hjá 38% umsækjenda, 24% tilgreindu skuldir og 20% atvinnuleysi. 63% umsækjenda voru konur.

Stærstur hópur umsækjenda var á aldrinum 30-39 ára,  eða 1.010 manns, sem er tæpur fjórðungur þeirra umsókna sem bárust. Aldurshóparnir 20-29 ára og 40-49 ára eru þó einnig fjölmennir og var hlutfall þeirra 22% og 23%.


Flestir þeirra sem aðstoðar leituðu eru í leiguhúsnæði. Leigja 41% umsækjenda á hinum almenna leigumarkaði og 20% hjá sveitarfélögunum. 23% umsækjenda voru í eigin húsnæði.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert