Útför Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi þriðjudag 9. febrúar kl. 14, frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Steingrímur lést sl. mánudag, 81 ára að aldri. Hann var formaður Framsóknarflokksins á árunum 1979-1994. Hann sat á þingi á árunum 1971-1994 og átti sæti í ríkisstjórn frá 1978-1991, þar af sem forsætisráðherra 1983-1987 og 1988-1991.
Á skrifstofu Framsóknarflokksins liggur frammi minningarbók þar sem þeir sem
vilja heiðra minningu Steingríms geta ritað nafn sitt í. Hægt
verður að koma við á skrifstofu Framsóknarflokksins í dag frá kl. 13-17 og á mánudaginn á sama tíma.