AGS vill ekki tengja Icesave við lán

Ólafur Ísleifsson.
Ólafur Ísleifsson.

Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins vita til þess, að menn innan yfirstjórnar Alþjóðagjaldeyrisjóðsins hafi reynt að fá Norðurlöndin ofan af því að tengja lán þeirra til Íslands við afgreiðslu sjóðsins. Ekki hafi verið fallist á það af þeirra hálfu.

Ólafur starfaði á sínum tíma hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og er enn í sambandi við fyrrverandi starfsbræður sína. Hann sagði í þætti á Rás 1 í dag,  að þeim og sumum innan yfirstjórnar sjóðsins ofbjóði sá einstrengingsháttur Norðurlandanna að tengja lán til Íslands afgreiðslu sjóðsins. Sagði Ólafur að margir þar hafi áhyggjur af því hvernig sjóðurinn hafi verið notaður í Icesavemálinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka