Félagar í Félagi frímerkjasafnara völdu nýverið fallegasta frímerki ársins 2009 með kosningu á félagsfundi. Alls hlutu níu frímerki atkvæði en yfirburðasigur vann merki af lunda sem Hlynur Ólafsson, grafískur hönnuður, hannaði.
Var frímerkið tileinkað norrænu frímerkjasýningunni sem fór fram í Hafnarfirði síðastliðið vor.
Formaður Félags frímerkjasafnara, Árni Þór Árnason, afhenti Hlyni sérstaka viðurkenningu af þessu tilefni.
Hlynur hefur á undanförnum 17 árum hannað og teiknað alls 50 frímerki, sem hafa verið gefin út.
Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.