Koltrefjaverksmiðjur eru nú í undirbúningi á tveimur stöðum hér á landi. Skagfirðingar hafa undanfarin sex ár verið ásamt fleiri aðilum með slík áform en nýverið bættust Eyfirðingar við.
Samningur var undirritaður milli Akureyrarbæjar og félagsins Strokks Energy, sem Eyþór Arnalds stendur að, en hann kom einnig að uppbyggingu aflþynnuverksmiðju Bechromal við Eyjafjörð. Er bærinn tilbúinn að leggja til lóð á Rangárvöllum undir koltrefjaverksmiðju, en henni er m.a. ætlað að fá metangas frá sorphaugunum á Akureyri.
Engan bilbug er hins vegar að finna á Skagfirðingum þó að nágrannar þeirra séu komnir í ákveðna samkeppni. Um svipað leyti og skrifað var undir samninginn á Akureyri voru fulltrúar frá japönsku fyrirtæki, einum stærsta framleiðanda koltrefja í heimi, staddir í Skagafirði að skoða aðstæður.
Sjá nánari og ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.