Með metafla úr Barentshafi

Venus í Eskifjarðarhöfn í dag.
Venus í Eskifjarðarhöfn í dag. mbl.is/Helgi Garðarsson

Togarinn Venus HF-519, sem er í eigu HB Granda, kom til hafnar í Eskifirði í dag eftir mánaðar veðiferð í Barentshafi. Aflaverðmætið eftir ferðina er áætlað um 330 milljónir króna en aflinn var aðallega þorskur eða um þúsund tonn.  

Áhöfnin er nú á leið til Reykjavíkur með flugi en reiknað er með að skipið haldi úr höfn á ný í næstu viku. Aflanum, sem var frystur um borð, verður landað í gáma á Eskifirði.

Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi, sagði í fréttum Útvarpsins í gær, að hann hefði oft verið á veiðum í Barentshafi á þessum árstíma en aldrei í eins miklum fiski og nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert