Nóg af loðnu en brælan tefur

Loðna veiddist undan suðausturlandinu í gær.
Loðna veiddist undan suðausturlandinu í gær. Rax / Ragnar Axelsson

Fjögur skip voru í gær á loðnumiðunum við Skarðsfjöru, Bjarni Ólafsson AK, Súlan EA, Jóna Eðvalds SF og grænlenska skipið Erika. Síðastnefnda skipið er í eigu grænlenskrar útgerðar, en sex af 12 í áhöfn eru Íslendingar, hinir Grænlendingar. Skipið landar hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.

Aðalsteinn Jónsson SU, Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA frysta aflann og voru við löndun í gær. Sömuleiðis Börkur NK sem landaði 1.200 tonnum í Neskaupstað.

Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, sagði að nóg virtist vera af loðnu og hún væri óvenjustór, sérstaklega fremst í göngunni. Loðna hefði líka fengist úti fyrir Austfjörðum, þar sem norski flotinn er að veiðum, en þar er loðnan ekki eins stór.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert