Orkan hefur ekki hækkað

Verð á eldsneyti hefur ekki hækkað á stöðvum Orkunnar en önnur olíufélög hækkuðu eldsneytisverð í gær og fyrradag vegna kolefnisgjalds, sem lagt var á eldsneyti um áramótin.

Algengt verð á bensínlítra er enn 194,50 krónur hjá Orkunni og dísilolíulítrinn kostar 193,20 krónur. Raunar er eldsneyti víða ódýrara og bensínlítrinn kostar m.a. 184,70 á stöðvum Orkunnar á Ísafirði og í Bolungarvík. Dísilolían kostar þar 183,50 krónur.

Algengt verð hjá stóru olíufélögunum þremur er nú 199,20 krónur, bensínlítrinn og 196,90 krónur dísilolíulítrinn. Hjá Atlantsolíu kostar bensín 197,60 krónur og dísilolía 195,30 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert