Ríkið vill eignast Byr og kaupa kröfuhafana út

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Samkvæmt tillögum sem fjármálaráðuneytið lagði fyrir kröfuhafa Byrs var áætlað að ríkið eignaðist sparisjóðinn og kröfuhafarnir fengju 40% upp í sínar kröfur. Kröfuhöfum yrði greitt með skuldabréfum útgefnum af ríkinu.

Kröfuhafar gengu ekki að þessu tilboði og bíða nú nýs útspils fjármálaráðuneytisins.

Í vikunni var haldinn óformlegur fundur innlendra kröfuhafa. Þar voru rædd möguleg gagntilboð kröfuhafa til fjármálaráðuneytisins. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að innlendir kröfuhafar Byrs, það er að segja lífeyrissjóðir, séu ekki sérlega áhugasamir um að eignast Byr að fullu. Sjóðirnir vilji frekar að ríkið hafi forgöngu um yfirtöku á sparisjóðnum.

Sjá nánari og ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert