Ríkið vill eignast Byr og kaupa kröfuhafana út

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sam­kvæmt til­lög­um sem fjár­málaráðuneytið lagði fyr­ir kröfu­hafa Byrs var áætlað að ríkið eignaðist spari­sjóðinn og kröfu­haf­arn­ir fengju 40% upp í sín­ar kröf­ur. Kröfu­höf­um yrði greitt með skulda­bréf­um út­gefn­um af rík­inu.

Kröfu­haf­ar gengu ekki að þessu til­boði og bíða nú nýs út­spils fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Í vik­unni var hald­inn óform­leg­ur fund­ur inn­lendra kröfu­hafa. Þar voru rædd mögu­leg gagn­til­boð kröfu­hafa til fjár­málaráðuneyt­is­ins. Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að inn­lend­ir kröfu­haf­ar Byrs, það er að segja líf­eyr­is­sjóðir, séu ekki sér­lega áhuga­sam­ir um að eign­ast Byr að fullu. Sjóðirn­ir vilji frek­ar að ríkið hafi for­göngu um yf­ir­töku á spari­sjóðnum.

Sjá nán­ari og ít­ar­legri um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert