Segist ekki bera ábyrgð á nafnlausum skrifum

Oddur Eysteinn Friðriksson, sem ríkissaksóknari hefur ákært fyrir ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir í garð Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, segist vera saklaus af ákærunni, sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

Oddur segir í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í dag, að í ákærunni séu talin upp nokkur ummæli um Steinþór sem tekin voru af vefsíðunni slaturfelagid.com. Segist Oddur ekki bera ábyrgð á þeim nafnlausu skrifum sem þar hafi verið að finna en deili skoðunum, sem þar komi fram, með hinum nafnlausa skrifara.

„Lögreglan lagði hald á einkatölvur mínar.  Niðurstaða hennar var sú að, „...ekki var hægt að finna nein gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að vefurinn hefði verið gerður eða uppfærður á þessum tölvum“. Sama gilti um tölvu sem ég hafði aðgang að, ásamt öðrum, í Mjólku," segir Oddur m.a. í tilkynningunni.

Hann segist, sem betur fer, engin samskipti hafa átt við Steinþór Skúlason meðan hann vann sem sölumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert